Margt að gerast, ekkert að frétta

Mér þarf ekkert að leiðast þessa dagana. Það er auðvitað brjálað að gera í vinnunni eins og seinustu 15 ár. Listagyðjan fær svo útrás í húsgagnahönnun, en við Anna Margrét höfum bundist hönnunarböndum og skiptumst nú á teikningum og bætum og breytum eftir eigin höfði. Ætlunin er að stórsmiðjan Inga Laufey Bjargmundsdóttir bætist svo í kompaníið þegar hennar tölvumálum hefur verið reddað. Það heillar mig alveg gríðarlega að aðrir fikti í teikningunum mínum, þannig að þegar  þær skila sér aftur stendur aðeins eftir grunnhugmyndin, ef hún verður þá eftir. Fræðimaðurinn fær svo útrás í ævisöguritun, en ég er að rita niður ævisögu stórvinar míns og sáluhjálpara Róberts, gamla lúllibangsans míns. Hugmyndin er að ég skrifi fyrsta bindi sem kemur til með að ná yfir fyrstu 16 æviár hans og að dætur mínar tvær riti næsta bindi og síðan koll af kolli. Þunglynda kaffihúsaskáldið fær síðan sína útrás í myndaröð af mér. Ég hef nefnilega haft upp á leiðum alnafna minna víðsvegar um landið og ætla ég að fá fyrrnefndar dætur mínar til að mynda faðir sinn dauðann á þeim. Fyrst þarf ég að versla mér jarðafarajakkaföt, seinasta myndin í seríunni verður svo af mér í kistunni. Það er bara að passa sig að fitna ekki svo þau passi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Spurning um að kaupa tvenn jakkaföt svo að þú getir nú efnt það sem þú ert búinn að lofa dætrum þínum...semsagt að safna bumbu og gráu hári.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 11.3.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Bjarni Magnússon

Treysti á að saumagúrúið Hekla reddi þessu fyrir mig, tek umsvifalaust aftur öll orð mín um að halda mér í kjörþyngd.

Bjarni Magnússon, 14.3.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband