Fjölgun hefur átt sér stað

Í nokkur ár hef ég nú unnið með eðalsmiðjunni Ingu Laufey Bjargmundsdóttir. Okkur líkaði strax vel hvort við annað, og fundum við strax fyrir sterkum tengslum okkar á milli. Samband okkar Ingu hefur svo þróast á afskaplega intresant hátt. Mér var nefnilega farið að finnast hún vera systir mín. Eitt leiddi af öðru og á páskadag síðastliðinn manaði ég mig síðan upp í að biðja hana formlega um að tengjast mér systkinaböndum. Og játti hún þessu bónorði mínu. Ég er yfir mig glaður að tilkinna það að klukkan þrjú í dag skrifuðum við Inga undir samning þess efnis að hér eftir teldum við okkur vera systkini. Vottar af þessum samruna voru svo Anna Margrét og Heiða Ósk.p3250035_479690.jpgsamkomulag_479695.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Innilega til hamingju með þetta Bjarni minn. Ég er mjög ánægð með að bæta einni mágkonu í safnið.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 25.3.2008 kl. 23:50

2 identicon

til hamingju með með þetta .

þú verður öruglega góður bróðir fyrir hana

Jens (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

já hérna nú kemurðu verulega á óvart. Hvenær mætirðu með hana til tengdó?

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband