Smíði 101

Í mörg ár hef ég verslað megnið af mínum húsbúnaði af hinu virta innanstokksmunafyrirtæki IKEA. Þetta frábæra fyrirtæki hefur staðið sig með miklum ágætum í að pranga inn á mig ótrúlegustu hlutum allt frá inniskóm upp í borðstofusett. Reyndar eru þetta allt ágætisvörur, sumar meira að segja mjög góðar en það er eitthvað sterilt við þetta allt samt. Eftir að ég hafði virt fyrir mér stofuna mína og komist að því að 87,6% af húsgögnunum í henni ættu systkini á 2 skrilljón heimilum víðsvegar um heiminn sá ég að tími væri kominn til aðgerða. Ég gerði nefnilega ákaflega merkilegar uppgötvanir um daginn.

Nr 1. Ég er smiður.

Nr 2. Ég kann að smíða.

Nr 3. Ég hef smíðað haugana af húsgögnum gegnum tíðina, en ekkert heim til mín.

Nr 4.  Mér finnst gaman að teikna hluti

Nr 5. Mér finnst gaman að smíða hluti.

 Eftir að þessar uppgötvanir höfðu svo gerjast í hausnum á mér í umtalsverðan tíma, kviknaði lítið kertaljós í huga mér ( samt bara svona lítið afmæliskerti).  Ég lá afslappaður á stofugólfinu að reyna að telja hrukkurnar í hraunuðu loftinu, þegar sú hugsun laumaðist að mér að ég gæti bara smíðað mér húsgögn sjálfur. Ekki skorti mig aðstöðuna og það er bara hollt að láta reyna á kunnáttuna annað slagið, og smíða eitthvað annað en steingeldar eldhúsinnréttingar. Ég rauk því í tölvuna, teiknaði mér borð, fór og náði mér í efni og skrattaðist svo við smíðina nokkur kvöld.Stórsmiðjan og gúrmei kokkurinn Anna Margrét Kristjánsdóttir smíðaði sér líka borð, en þau eru talsvert öðruvísi og ansi hreint flott.  En ég er sáttur við borðin mín, nú er bara að halda áfram að föndra.

 p4090005.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Enda eru þau ansi hreint flott! Hvað fáum við svo næst?

Sigrún Ósk Arnardóttir, 12.4.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Bjarni Magnússon

Kannski fæ ÉG bara plötuspilaraskáp

Bjarni Magnússon, 12.4.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Já flott hjá þér Bjarni. Haltu bara áfram á sömu braut. Þarna er þitt sérsvið eins og sjá má heima hjá mér.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:03

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Glæsileg smíð atarna!

Gaman að fá þig sem bloggvin.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.4.2008 kl. 09:48

5 Smámynd: Ólöf Anna Brynjarsdóttir

Hey! Mig vantar svona borð!! Akkúrat svona!!

Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband