5.7.2005 | 17:03
Ég hef verið með óráði undanfarna þrjá daga.
Hef legið upp í rúmi með talnabandið milli kaldsveittra fingranna og reynt að telja kindur af mikilli nákvæmni. Meðan að óráðið stóð sem hæðst taldi ég fullvíst að það hefði lagst á mig mara í líki svarts hunds og að afturgenginn köttur hefði ráðist á mig og klórað mig til ólífs. Inn á milli hef ég þó verið ágætlega samræðuhæfur og jafnvel mjög greindarlegur (sem verður þó sennilegast að skrifast á ofsahitann og ranghugmyndirnar). Allavega finnst mér þetta þokkalega útmogið.
Föli: (Með stjörf augu og rennsveitt andlit teygir titrandi hendurnar í átt að sinni heittelskuðu.)
Sigrún mín ég verð (smávægilegt hóstakast) verð að fá að ræða við þig.
Sigrún: Hvað er það?
Föli: (Grípur titrandi um hendur hennar og teygir hausinn í átt til hennar með mikilli áreynslu, sagt svo lágt að varla heyrist)
Ef ég lifi (hausinn fellur máttleysislega út á koddann) viltu þá lofa mér?
Sigrún: (Með óttablik í augum, færir eyrað upp að munn hans ) Já ástin mín, hvað sem er
.
Föli: Viltu þá lofa? (Notar alla sína orku til að reysa hausinn örlítið) Lofa að ég þurfi aldrei að fara aftur í Bónus að versla? (Hausinn fellur blýþungur á koddann, fellur í algjört öngvit)
Sigrún: Já astin mín auðvitað.
Það er skemmst frá því að segja að VIÐ höfum flutt öll okkar mat og nýlenduvöruviðskipti yfir í krónuna.
Föli: (Með stjörf augu og rennsveitt andlit teygir titrandi hendurnar í átt að sinni heittelskuðu.)
Sigrún mín ég verð (smávægilegt hóstakast) verð að fá að ræða við þig.
Sigrún: Hvað er það?
Föli: (Grípur titrandi um hendur hennar og teygir hausinn í átt til hennar með mikilli áreynslu, sagt svo lágt að varla heyrist)
Ef ég lifi (hausinn fellur máttleysislega út á koddann) viltu þá lofa mér?
Sigrún: (Með óttablik í augum, færir eyrað upp að munn hans ) Já ástin mín, hvað sem er
.
Föli: Viltu þá lofa? (Notar alla sína orku til að reysa hausinn örlítið) Lofa að ég þurfi aldrei að fara aftur í Bónus að versla? (Hausinn fellur blýþungur á koddann, fellur í algjört öngvit)
Sigrún: Já astin mín auðvitað.
Það er skemmst frá því að segja að VIÐ höfum flutt öll okkar mat og nýlenduvöruviðskipti yfir í krónuna.
Breytt 31.1.2008 kl. 21:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning