Raunir óundirbúins föðurs


Unglingurinn Bryndís hafði stungið af úr matarboði tengdaforeldra minna, en lofaði hátíðlega að vera kominn heim fyrir kl. 10. Þetta loforð virtist sagt í fullri einlægni en einhvernvegin var ég við því búin að þurfa að hringja oft og senda ótal smáskilaboð, þurfa að hafa samband við lögreglu, hjálparsveitir og almannavarnir til að ná stúlkunni heim úr klóm skemmtanafíknar ungviðisins fyrir tilskildan tíma. Klukkan 9:30 hringir dyrabjallan og fyrrnefnd unglingsstúlka biður um að fá að komast inn. Gleði mín var takmarkalaus. Loksins var uppeldið farið að skila sér, öll reiðiöskrin, allar ræðurnar við eldhúsborðið, grátbeiðnirnar,hótanirnar,tiltölin,fræðslan og áróðurinn allt hafði þetta leitt að þessum tímapunkti. Að eiga hlíðin og góðan ungling(sem hún vissulega er). Ég stóð við hurðina með bros á vör að taka á móti henni eins og fyrirmyndarfaðir í amerísku eðaldrama bjóst hálfpartinn við faðmlagi og koss góða nótt , því hún vildi vakna snemma til að læra. Ég var að fara að loka hurðinni þegar annar unglingur gengur inn í forstofuna , karkyns unglingur. Karlingur.

Hann klæðir sig úr úlpu og skóm meðan ég stend eins og gifsafsteypa af sjálfum mér algjörlega ósjálfbjarga með hreyfingar eða tal. Næ á mér taki, stilli röddina á Rammstein og spyr. “Hver í andskotanum ert þú eiginlega”? Karlingurinn lítur á mig og brosir ósköp sætt (ekki ósvipað Múmínsnáðanum) rífur í höndina á mér og hristir. Góða kvöldið ég heiti Ísak. Ég finn gifsið renna yfir mig, sé stúlklinginn taka í hendina á Ísak og leiðan í burt frá afsteypunni af föður hennar, hurð lokast ,dempað fliss flæðir um íbúðina.

Jamm þetta ósköp krúttlega en vandræðalega tímabil er semsagt hafið hjá Blikabúum.

Mér að meinalausu hefði það alveg bíða í nokkra tugi ára, en sennilegast fæ ég ekki miklu um það ráðið. En næst verð ég betur undirbúin og þarf ekki að bregða mér í líki Ópsins eftir Munch þegar ég heyri hurðina lokast. Er að koma mér upp massívum spurnigarlista fyrir drengin , krossapróf kemur einnig vel til greina.

Allar tillögur af kvikindislegum spurningum eru vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og Spússi minn erum að setja nokkrar spurningar á blöð, færð þær von bráðar  

Katrín (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Bjarni Magnússon

Ég treysti á ykkur Gunnþór í þessu máli. Reyndar hefur besta tillagan hingað til komið frá Heklunni minni, en hún stakk upp á því að ég byði drengnum í veiðitúr. Maður fyllist auðvitað stolti yfir svona ótrúlegum kvikindisskap hjá litla barninu manns.

Bjarni Magnússon, 5.2.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband