Netakaup og grænmygluheili

Það er bögg að vera bloggari. Ég hef svo mikið samviskubit yfir bloggleysi mínu og vonbrigðum dyggra lesenda minna sem hljóta að vera farnir að fylla hálfan tug eða svo að ég er á jaðri taugaáfalls. Ég er reyndar tæplega nettengdur eins og er en það er varla gild afsökun í nútímasamfélagi þar sem fólk vafrar um netið í flugvélum yfir miðju Kínahafi eða jafnvel á ísskápunum sínum sem eru sumir hverjir víst nettengdir. Og síðan hef ég aðgang að antík tengingu þ.a.e.s. símalínu foreldra minna, sem er svona doldið eins og að vera komin í sveitasæluna þar sem hlutirnir gerast á hraða snigilssins. Reyndar standa þessi tengingarmál til bóta þar sem ég batt skóna á frúna og dreif hana í netabúðina að versla okkur adsl. Afgreiðslukonan horfí á okkur eins og við hefðum verið að skríða út úr helli og værum að biðja hana að kenna okkur að kveikja eld, enda augljóslega nútímakvendi með allskyns snúrur úr hausnum á sér, míkrafón við munninn og eitthvað undratæki með blikkljósum í hægra eyranu. Mér stóð stuggur af þessari konu og steinhætti strax við að biðja um afsl. tengingu, hún hefði ábyggilega ekki tekið því vel. Ég hef nefnilega séð svona konur áður, í sjónvarpinu. Nánar tiltekið í Star Trek þáttunum og þess vegna bar ég strax kennsl á leiserbyssuna við hlið dulbúna símtækissins á borðinu, ég stóð upp, beið við dyrnar og ákvað að láta hina fölu frú sjá um viðskiptin. Átti hálfpartinn von á að Klingoninn við borðið segði með gjallandi málmröddu að við værum ólögleg eintök á þessu tímaskeiði, við hefðum lent í rafeindagasslóð sem hefði myndað tímasamfellu og því miður væri það skylda hennar að eyða okkur. En auðvitað gerðist þetta ekki og eina háskakvendið sem lét mig kenna á því var mín heittelskaða sem setti mig í algjört Trek bann það sem eftir er. Þannig að nú er bara að skafa mygluna af heilanum og reyna að koma krílinu í gang og fara að skrifa einhverja óendanlega visku netið.

Yfir og út.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband