Af ökuleiknisverðlaunum, viðkvæmum málum, sólarparadís fyrir örlítið undarlega eldri borgara og litlu lyfjaskýi.

Ég skellti mér í sveitaferð með gúrmé kokknum og stórsmiðjunni Önnu Margréti í dag. Ekki var þó tilgangur ferðarinnar að njóta náttúrunnar eða skella sér á skíði, heldur að slá máli á innréttingar í nýja íbúðarhúsið að Kárastöðum. Anna sýndi í ferð þessari að hún fékk ekki bílprófið úr morgunkornspakka (eins og ég er alltaf að bíða eftir) eða út á sætt bros, heldur út á einstaka ökuleikni. Ég veiti önnu ökuleiknisbikarinn 2008 fyrir akstur í 12 vindstigum á skautasvelli með bundið fyrir augun.

bikar

 

 

Hekla Bjarnadóttir gerði athyglisverða uppgötun um daginn.  Við litla famelíen í Blikahólunum sátum við eldhúsborðið þegar Hekla lætur það út úr sér að kloflengd hennar sé sú sama og móður sinnar. Sigrún tók afar illa í þessa kenningu dótturinnar og heimtaði málband til þess að afsanna þessa firru í barninu. Ekki voru niðurstöður mælinga henni í vil og er þetta nú talið meðal "viðkvæmra mála" hér á heimilinu. Hekla reyndi þó að hugga mömmu sína með þeim orðum að hún gæti einfaldlega ekkert að þessu gert, hún væri bara svona STUTTBEINÓTT. Hekla sinnir nú þrifum á salernisaðstöðu heimilissins

 

 

Tengdafaðir minn steig á svið um daginn með hóp sem hann tilheyrir og nefnist hjólastólasveitin.  Tilkynnti hann þar opinberlega að til hefði staðið að þau hjón flyttu til Florida og myndu eyða elliárunum þar, en vegna stífrar lagasetningar þar í landi yrði ekkert úr því. Lögin sem ullu þessu bakslagi í áætlunum hans fjölluðu um bann við kynferðismökum við broddgelti og tímatakmarkanir á freti (það má víst aðeins prumpa hátt og falskt eftir klukkan 18,00). Ég hef því hafið sjálfstæða og algjörlega óháða rannsókn á þessum málum fyrir tengdaföður minn og hef komist að því að í Tælandi má hafa mök við broddgelti (og nánast hvað sem er annað) og það þykir merki um karlmennsku að prumpa af innlifun.

 

 

Heimsótti læknavaktina í gærkvöldi og sagði farir mínar ekki sléttar. Vegna heiftarlegra verkja í baki (sjá færslu hér á undan) hefði mér verið úthlutað verkjarlyfjum, en í einu kvalakastinu hefði ég í misgripum tekið lyfjaglasið og gefið gullfiskinum allt heila klabbið í morgunmat. Það hefði hvarflað að mér að sneiða helvítis gullfiskinn niður í bita og éta 2 bita 4 sinnum á dag  en hann liggi svo værðarlegur á botninum á skálinni sinni að ég geti hreinlega fái mig ekki til þess. Læknirinn sýndi þessu mikinn skilning og ávísaði á mig litlu lyfjaskýi, sagði mér að gefa honum 4 töflur á dag til að byrja með en smá minnka það svo. Það gæti verið lífshættulegt fyrir svona lítinn fisk að hætta svona "cold turkey". Ég átti hins vegar að fara í sund og vera þolinmóður.

 GULLFISKUR

Note to self. Kaupa gullfisk áður en  hringt er í næturlækni næst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá,, fæ ég bikar,, takk ,,ég hef aldrei unnið bikar áður,, Allavega,, þá var æðislega gaman í dag.. og fyrir svona hlédræga, spennufíkla eins og mig sem elska að fá adrenalínið aðeins í gang var þetta bara æði. Það er ekkert mál að tækla svona aðstæður svo lengi sem ég er ekki á leiðinni til Selfossar.

Næsta skref Bjarni minn,,, er að henda sér út úr flugvél. (en með fallhlíf,, ekki gleyma henni).

p.s. það er ekkert verið að skafa ofan af þvi að ég sé að blogga.... það er mikill heiður að vera komin með bloggið sitt inná flítihnappi hjá svo góðum rithöfundi eins og þú ert. Nú þegar netið er komið í svona gott stand hjá mér hef ég  enga afsökun lengur,, ég verð að fara að sinna aðdáendum og byrja að blogga á nýjan leik,,,

Kv,Anna

Anna Margrét (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 04:06

2 Smámynd: Bjarni Magnússon

Gangi þér vel með flugvélina Anna mín. Ég verð að þvo á mér hárið þann daginn.

Bjarni Magnússon, 10.2.2008 kl. 16:36

3 identicon

þú ýkjir og bullar !

Bryndís -> dóttir þín (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Bjarni Magnússon

Þú ert þó ekki að gefa í skin dóttir góð, að aldraður faðir þinn, öðlingur og stórskáti sé að ljúga á opinberum vettvangi? Unglingaveikin hlýtur að vera farin að valda þér óráði.

Bjarni Magnússon, 10.2.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband