25.3.2008 | 23:34
Fjölgun hefur átt sér stað
Í nokkur ár hef ég nú unnið með eðalsmiðjunni Ingu Laufey Bjargmundsdóttir. Okkur líkaði strax vel hvort við annað, og fundum við strax fyrir sterkum tengslum okkar á milli. Samband okkar Ingu hefur svo þróast á afskaplega intresant hátt. Mér var nefnilega farið að finnast hún vera systir mín. Eitt leiddi af öðru og á páskadag síðastliðinn manaði ég mig síðan upp í að biðja hana formlega um að tengjast mér systkinaböndum. Og játti hún þessu bónorði mínu. Ég er yfir mig glaður að tilkinna það að klukkan þrjú í dag skrifuðum við Inga undir samning þess efnis að hér eftir teldum við okkur vera systkini. Vottar af þessum samruna voru svo Anna Margrét og Heiða Ósk.
Athugasemdir
Innilega til hamingju með þetta Bjarni minn. Ég er mjög ánægð með að bæta einni mágkonu í safnið.
Sigrún Ósk Arnardóttir, 25.3.2008 kl. 23:50
til hamingju með með þetta .
þú verður öruglega góður bróðir fyrir hana
Jens (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 00:00
já hérna nú kemurðu verulega á óvart. Hvenær mætirðu með hana til tengdó?
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.